Innlent

Innbrotsþjófurinn fór inn um glugga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekki fylgir sögunni hvort þjófurinn eða þjófarnir hafi brotið rúðuna, eins og fyrirsætan gerir á þessari mynd.
Ekki fylgir sögunni hvort þjófurinn eða þjófarnir hafi brotið rúðuna, eins og fyrirsætan gerir á þessari mynd. VÍSIR/GETTY

Lögreglan fékk tilkynningu um innbrot á heimili í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í gærkvöldi. Eins og reglulega hefur verið greint frá undanfarnar vikur virðist innbrotafaraldur hrjá íbúa höfuðborgarinnar og því rétt að vera á varðbergi.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að innbrotsþjófurinn, eða þjófarnir, hafi farið inn um glugga hússins. Ekki er þó vitað nákvæmlega á þessari stundu hverju var stolið en málið er til rannsóknar, rétt eins og svo fjöldamörg önnur innbrot á síðustu vikum.

Sjá einnig: Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun

Þá var karlmaður handtekinn á Hlemmi, andspænis lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem hann hafði verið til vandræða að sögn lögreglunnar. Maðurinn reyndist vera ofurölvi og fékkst ekkert vitrænt upp úr honum. Var hann því fluttur yfir götunni og látinn sofa úr sér vímuna í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru jafnframt stöðvaðir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.