Körfubolti

LeBron James sá um Celtics

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
LeBron James
LeBron James vísir/getty

Cleveland Cavaliers saknaði ekki Isaiah Thomas þegar liðið ferðaðist til Boston og mætti heimamönnum í Celtics í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

LeBron James fór fyrir Cavaliers með 24 stig, 10 stoðsendingar og átta fráköst. Gestirnir komust í 27 stiga forystu um miðjan fjórða leikhluta og sigldu heim 121-99 sigri.

Boston hefur nú tapað síðustu þremur af fjórum leikjum sínum og misst toppsæti Austurdeildarinnar til Toronto Raptors.Raptors með DeMar DeRozan fremstan í flokki sóttu Charlotte Hornets heim og unnu öruggan 20 stiga sigur, 123-103. Liðið hefur nú unnið síðustu fimm leiki sína.

Sex leikmenn Raptors náðu tveggja stafa tölu í stigaskori og þrír voru með yfir 20 stig í sannkölluðum liðssigri en liðið náði ótrúlegri 48,6 prósenta skotnýtingu úr þriggja stiga skotum í leiknum.

18-2 áhlaup Raptors í byrjun seinni hálfleiks kláraði leikinn fyrir gestina eftir að staðan hafði verið 62-55 í hálfleik.Minnesota Timberwolves vann sinn þrettánda heimasigur í nótt þegar liðið tók á móti Sacramento Kings þrátt fyrir 17 tapaða bolta.

Kings var með forystuna mestan part leiksins en tveir þristar í röð frá Karl-Anthony Towns og Jeff Teague þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum komu Minnesota í forystu, 93-92. Sacramento svaraði fyrir sig hinu meginn en þá setti Jamal Crawford niður annan þrist og kom Timberwolves aftur í forystu sem liðið missti ekki niður aftur heldur tók 111-106 sigur.Úrslit næturinnar:
Charlotte Hornets - Toronto Raptors 103-123
Atlanta Hawks - Detroit Pistons 118-115
Boston Celtics - Cleveland Cavaliers 99-121
Indiana Pacers - New York Knicks 121-113
Houston Rockets - Dallas Mavericks 104-97
Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 111-106
Oklahoma City Thunder - Memphis Grizzlies 110-92
Portland Trail Blazers - Utah Jazz 96-115

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.