Körfubolti

Grettur stráksins stálu senunni þegar pabbi hans var í viðtali í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pierce og fjölskylda horfa á treyju hans fara upp í rjáfur.
Paul Pierce og fjölskylda horfa á treyju hans fara upp í rjáfur. Vísir/Getty

Paul Pierce var heiðraður á leik Boston Celtics og Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Það fór ekki vel fyrir Boston liðinu í leiknum en áhorfendur biðu allt til leiksloka því allir vildu hylla Paul Pierce.

Eftir leikinn var búningur Pierce nefnilega hengdur upp í rjáfur í TD Garden í Boston með viðhöfn og enginn mun hér eftir geta spilað í treyju númer 34 hjá Boston Celtics.
Paul Pierce lék í fimmtán ár með Boston Celtics frá 1998 til 2013 og vann NBA-titilinn með félaginu 2008. Hann er annars stigahæsti og þriðji leikjahæsti leikmaður Boston Celtics frá upphafi.

Paul Pierce var í sviðsljósinu allan leikinn. Myndbönd af honum voru spiluð á stóra skjánum í húsinu og áhorfendur létu vel í sér heyra þegar hann sjálfur birtist á skjánum þar sem hann sat á fremsta bekk.

Paul Pierce mætti með alla fjölskyldu sína á leikinn og þar á meðal var sonur hans  Prince. Prince sat meðal annars í fangi pabba sína þegar hann var tekinn í viðtal á ESPN í miðjum leik.

Það er óhætt að segja að Prince hafi stolið senunni eins og sést hér fyrir neðan.Paul Pierce er aðeins einn af þremur leikmönnum sem hafa náð að skora 20 þúsund stig fyrir Boston Celtics en hinir eru þeir Larry Bird og John Havlicek. Enginn leikmaður Boston hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur.

Pierce spilaði fjögur síðustu tímabilin á ferlin með öðrum félögum en 17. júlí 2017 gerði han eins dags samning við Boston Celtics sem gerði það að verkum að hann gat lagt skóna á hilluna sem leikmaður Boston.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.