Körfubolti

Helena ein af fimm bestu leikmönnum Evrópukeppninnar um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir er með dóttur sína með í keppnisferðinni til Bosníu og Svartfjallalands.
Helena Sverrisdóttir er með dóttur sína með í keppnisferðinni til Bosníu og Svartfjallalands. KKÍ
Frábær frammistaða Helenu Sverrisdóttur með íslenska kvennalandsliðinu um helgina kom ekki í veg fyrir 30 stig tap á móti Bosníu en kom henni aftur á móti í úrvalslið umferðarinnar í Evrópukeppni kvenna.

Helena Sverrisdóttir var ein af fimm bestu leikmönnum helgarinnar að mati evrópska körfuboltasambandsins.

Helena var allt í öllu í liði Íslands í 67-97 tapi á móti Bosníu en hún skoraði 32 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Helena hitti úr 15 af 16 vítaskotum sínum og 3 af 4 þriggja stiga skotum í leiknum.

Helena fékk alls 34 framlagsstig í leiknum en það var 20 stigum meira en sú næesta í íslenska liðinu sem var Hildur Björg Kjartansdóttir.  

Hér fyrir neðan má sjá úrvalslið helgarinnar.





Helena er í liðinu ásamt leikmönnum frá Bosníu, Litháen, Króatíu og Ísrael.

Það er mikið afrek fyrir okkar konu að koma til greina í þetta lið hvað þá að vera valinn þar sem íslenska liðið tapaði svona stórt.

Alysha Clark var í sigurliði Ísrael á móti Grikklandi þar sem hún var með 27 sitg, 16 fráköst og 6 stoðsendingar.

Marica Gajic var í sigurliði Bosníu á móti Íslandi þar sem hún skoraði 31 stig og tók 16 fráköst.

Antonija Sandric var í sigurliði Króatíu á móti Makedóníu þar sem hún skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Gintarė Petronyte var í sigurliði Litháen á móti Albaníu þar sem hún var með 24 stig og 11 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×