Körfubolti

Helena ein af fimm bestu leikmönnum Evrópukeppninnar um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir er með dóttur sína með í keppnisferðinni til Bosníu og Svartfjallalands.
Helena Sverrisdóttir er með dóttur sína með í keppnisferðinni til Bosníu og Svartfjallalands. KKÍ

Frábær frammistaða Helenu Sverrisdóttur með íslenska kvennalandsliðinu um helgina kom ekki í veg fyrir 30 stig tap á móti Bosníu en kom henni aftur á móti í úrvalslið umferðarinnar í Evrópukeppni kvenna.

Helena Sverrisdóttir var ein af fimm bestu leikmönnum helgarinnar að mati evrópska körfuboltasambandsins.

Helena var allt í öllu í liði Íslands í 67-97 tapi á móti Bosníu en hún skoraði 32 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Helena hitti úr 15 af 16 vítaskotum sínum og 3 af 4 þriggja stiga skotum í leiknum.

Helena fékk alls 34 framlagsstig í leiknum en það var 20 stigum meira en sú næesta í íslenska liðinu sem var Hildur Björg Kjartansdóttir.  

Hér fyrir neðan má sjá úrvalslið helgarinnar.
Helena er í liðinu ásamt leikmönnum frá Bosníu, Litháen, Króatíu og Ísrael.
Það er mikið afrek fyrir okkar konu að koma til greina í þetta lið hvað þá að vera valinn þar sem íslenska liðið tapaði svona stórt.

Alysha Clark var í sigurliði Ísrael á móti Grikklandi þar sem hún var með 27 sitg, 16 fráköst og 6 stoðsendingar.

Marica Gajic var í sigurliði Bosníu á móti Íslandi þar sem hún skoraði 31 stig og tók 16 fráköst.

Antonija Sandric var í sigurliði Króatíu á móti Makedóníu þar sem hún skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Gintarė Petronyte var í sigurliði Litháen á móti Albaníu þar sem hún var með 24 stig og 11 fráköst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.