Lífið

Katie Melua með tónleika í Eldborg

Atli Ísleifsson skrifar
Katie Melua.
Katie Melua. Tónleikur

Bresk-georgíska söngkonan Katie Melua mun troða upp ásamt hljómsveit í Eldborg í Hörpu þriðjudaginn 10. júlí. Í tilkynningu frá Tónleik segir að hún muni þar flytja sín bestu og vinsælustu lög, en hún hefur selt rúmlega 11 milljónir platna á ferli sínum.

Meðal vinsælustu laga söngkonunnar eru The Closest Thing to Crazy og Nine Million Bicycles.

Í tilkynningunni segir að Melua hafi skrifað undir samning hjá Dramatico Records í september árið 2002 og náðu fyrstu tvær plötur hennar, „Call Off the Search“ og „Piece By Piece“ báðar fyrsta sæti á vinsældalistum víða um heim.

„Ferill hennar hefur verið ævintýri líkastur og m.a. hefur henni hlotnast sá heiður að spila með uppáhaldshljómsveit sinni, Queen, fyrir Nelson Mandela og einnig hefur hún spilað fyrir og snætt kvöldverð með Elísabetu drottningu í Buckinghamhöll.

Einstök og stórbrotin rödd Katie Melua, full af þroska og dýpt sem hefur þroskast síðasta áratug, flytur okkur söngva um ástina og lífið,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.