Veiði

Kynning á öllum framboðum til stjórnar SVFR

Karl Lúðvíksson skrifar

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn þann 24. febrúar næstkomandi og þar verður kosið til stjórnar félagsins.

Sjálfkjörið er í Formann SVFR en eina framboðið sem kom fram var framboð Jóns Þórs Ólafssonar en eins og við höfum greint frá hefur sitjandi formaður, Árni Friðleifsson, ákveðið að gefa ekki kost á sér en hann hefur verið formaður félagsins síðustu fjögur ár og setið alls í 10 ár í stjórn SVFR.  Sitjandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi setu en tveir aðilar hafa lýst yfir framboði sem ekki hafa setið í stjórn félagsins áður.  Kynning á frambjóðendum er á vefsíðu SVFR eða hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.