Handbolti

Níu leikja mánudagskvöld með fjórum leikjum í beinni á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Anton

Mánudagskvöldin gerast ekki mikið stærri í íslenskum íþróttum en í dag Bolludag en þá fara fram fjöldi leikja í handbolta og körfubolta.

Mikið er líka um að vera á sportstöðvum Stöðvar tvö í kvöld en fjórir leikir verða þá sýndir í beinni útsendingu og kvöldið endar síðan á Seinni bylgjunni.

Alls fara fram níu leikir í Domino´s deild karla í körfubolta og Olís deild karla í handbolta en þetta kom til vegna allra frestananna í gær. Fimm leikir eru í Domino´s en fjórir leikir í Olís.

Tveir leikir verða sýndir beint í Olís deild karla á Stöð 2 Sport en það er leikur ÍR og Selfoss klukkan 19.00 á Stöð 2 Sport 2 og leikur Hauka og Aftureldingar klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 4. Útsendingarnar hefjast klukkan 18.45 og 19.20.

Seinni bylgjan hefst síðan klukkan 22.30 á á Stöð 2 Sport en þar mun Tómas Þór Þórðarson fara yfir leiki kvöldsins ásamt hanboltaspekingunum Degi Sigurðssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni.

Nágrannslagur Grindavíkur og Njarðvíkur verður sýndur beint í Domino´s deild karla en sá leikur hefst klukkan 19.15 á á Stöð 2 Sport 3. Útsending hefst klukkan 19.05.

Loks verður leikur Chelsea og West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni sýndur beint en hann hefst klukkan 20.00 á á Stöð 2 Sport.  Útsending hefst klukkan 19.50.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.