Innlent

Ekki sjálfgefið að fagna tvítugsafmæli

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Starfsmenn Skessuhorns: Tinna Ósk Grímarsdóttir, Magnús Magnússon, Anna Rósa Guðmundsdóttir, Kristján Gauti Karlsson, Hrafnhildur Harðardóttir og Guðbjörg Ólafsdóttir. Á myndina vantar Kolbrúnu Ingvarsdóttur.
Starfsmenn Skessuhorns: Tinna Ósk Grímarsdóttir, Magnús Magnússon, Anna Rósa Guðmundsdóttir, Kristján Gauti Karlsson, Hrafnhildur Harðardóttir og Guðbjörg Ólafsdóttir. Á myndina vantar Kolbrúnu Ingvarsdóttur. Arnar Óðinn Arnþórsson

Næsta sunnudag eru tuttugu ár liðin frá fyrsta útgáfudegi Skessuhorns en afmælishaldið verður ekkert hástemmt, við rifjum aðeins upp söguna í máli og myndum í blaðinu sem kemur út á morgun,“ segir Magnús Magnússon, útgefandi og ritstjóri. Skessuhorn er áskriftarblað sem gefið er út á Skaganum og fer víða um Vesturlandið, svo eru áskrifendur í flestum póstnúmerum, að sögn ritstjórans.

Magnús bendir á að ekki sé sjálfgefið að svona blaði sé haldið úti. „Öll þessi tuttugu ár hefur verið talað um að héraðsfréttablöðin séu alveg að deyja út,“ segir hann og dregur aðeins við sig svarið við næstu spurningu. Gengur vel? „Sko, eigum við ekki að segja að þetta gangi vel þar sem við erum enn frjáls og óháður fjölmiðill. Fyrirtækið skuldar sáralítið og getur eytt því sem það aflar – en ekki meiru.

„Skessuhorn er eitt þeirra blaða sem gefin hafa verið út á Vesturlandi,“ segir Magnús og minnist á nokkur þeirra. „Skagablaðið var býsna langlíft, Borgfirðingur líka, Jökull í Ólafsvík  Stykkishólmspósturinn hafa verið við lýði í áratugi og eru enn. Árið áður en Skessuhorn kom út fyrst hófst hér útgáfa Vesturlandspóstsins, hún stóð stutt. En Gísli Einarsson fréttamaður fékk þar blóðbragðið og síðan hefur hann verið í fjölmiðlum.“

Skessuhorn geymir miklar heimildir um lífið á Vesturlandi. „Við viljum nota afmælisárið til að koma af stað skráningu og miðlun á myndasafni blaðsins,“ segir Magnús. 

„Þar felst samtímasaga Vesturlands í tuttugu ár.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.