Erlent

Íbúðir dýrari vegna skilnaða

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lífsstíll hækkar verð á húsnæði í Stokkhólmi.
Lífsstíll hækkar verð á húsnæði í Stokkhólmi. Vísir/Getty

Fjórðungur fasteignasala spáir hækkandi húsnæðisverði í Stokkhólmi næstu þrjá mánuði eða sex prósentustigum fleiri fasteignasalar en í janúar.

Sérstaklega er búist við verðhækkun á næstum vikum þegar seljendur og kaupendur reyna að ná samkomulagi áður en nýjar reglur um húsnæðislán taka gildi þann 1. mars næstkomandi.

Fjölgun skilnaða kann að vera ein af ástæðunum fyrir því að fasteignasalar telja að húsnæðisverð hækki.

Á vef sænska sjónvarpsins er haft eftir framkvæmdastjóra félags fasteignasala að flestir skilji í janúarmánuði og þá reyni jafnframt margir að skipta vinnu. Þörfin fyrir að skipta um bústað verði þess vegna mikilvægari í augum margra en hræðslan við verðlækkun.

Þetta er talið leiða til hærra verðs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.