Erlent

Farage varar við Brexit-svikum

Nigel Farage.
Nigel Farage. Vísir/EPA
Ef Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leyfir ráðamönnum að tefja eða útvatna útgöngu úr ESB veldur það alvarlegustu stjórnarskrárkrísu Bretlands frá seinni heimsstyrjöld. Þetta sagði Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP og talsmaður Brexit, í gær.

Farage sagði að May gæfi eftir hverri einustu kröfu sambandsins. Afraksturinn væri algjör niðurlæging Bretlands. „Í besta falli, undir þessari ömurlegu leiðsögn, er innantóm útganga sem er bara Brexit að nafninu til,“ sagði Farage. „Í versta falli munu þau láta okkur berjast fyrir þessu öllu upp á nýtt. Það væru svik við milljónir kjósenda.“ – þea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×