Innlent

Hátt í þúsund leita daglega á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarinnar segir nóg að gera á þessum tíma árs.
Framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarinnar segir nóg að gera á þessum tíma árs.
Um þessar mundir heimsækja á bilinu sjö til átta hundruð manns vaktlækni og hjúkrunarfræðinga daglega á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins.

„Hjá okkur eru einn til tveir hjúkrunarfræðingar og einn læknir á hverri vakt. Þau eru að taka saman á móti allt upp undir 40-50 manns og við erum með starfsemi á 15 stöðum,“ segir Óskar Sesar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga.



Heilsugæslustöðin Efstaleiti í Reykjavík.Vísir/valli
„Það er flensutíð og þetta er rétt að nálgast toppinn,“ segir Óskar, sem tekur jafnframt fram að aðsóknin á heilsugæsluna sé talsvert meiri núna en á öðrum tímum ársins.

Allt upp undir helmingi fleiri sæki bráðþjónustuna núna en á miðju sumri.

„Það er vaxandi núna og verður það örugglega í svona tvær vikur í viðbót en síðan ætti þetta að byrja að rjátlast af,“ segir Óskar.

Að sögn Óskars verður heilsugæslan áberandi vör við inflúensu B, en það beri líka á fleiri stofnum. B-týpan sé ekki óvenjulega svæsin en fólk geti þurft langan tíma til að jafna sig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×