Innlent

Borgin að meta hættu á misferli

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Borgarfulltrúar í Reykjavík.
Borgarfulltrúar í Reykjavík. Vísir/Anton
„Afleiðingar misferlis geta verið alvarlegar og snerta bæði fjárhagslega hagsmuni, orðspor, ímynd og traust gagnvart stofnunum og starfsmönnum,“ segir í erindisbréfi starfshóps sem meta á hættuna á misferli hjá Reykjavíkurborg.

„Misferli er skilgreint sem hvers konar ólöglegt atferli sem felur í sér svik, yfirhylmingu eða trúnaðarbrest. Misferli er beitt af einstaklingum og fyrirtækjum til að komast yfir fjármuni, eignir eða þjónustu; til að komast hjá greiðslu eða missi á þjónustu; eða til að tryggja einkahagsmuni eða viðskiptahagsmuni,“ segir í erindisbréfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×