Sport

Fyrsta lyfjamálið komið upp í Pyeongchang

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kei Saito mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum
Kei Saito mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum vísir/getty

Japaninn Kei Saito varð fyrsti íþróttamaðurinn til þess að falla á lyfjaprófi á Vetrarólympíuleikunum sem nú fara fram í Pyeongchang í Suður Kóreu.

Saito er skautahlaupari en hann mun ekki fá að sanna sig á leikunum þar sem honum var vísað frá keppni vegna málsins. BBC greinir frá þessu í dag.

Hinn 21 árs Saito hefur yfirgefið Ólympíuþorpið en hann heldur þrátt fyrir það fram sakleysi sínu.

Það fannst acetalozamide í prófsýni hans, efni sem er á bannlista og er í flokki efna sem oft eru notuð til þess að fela áhrif annara ólöglegra efna.

Hann er nú í keppnisbanni þar til rannsókn á málinu lýkur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.