Handbolti

Nýjasti spádómur Dags: Alfreð Gísla tekur við þýska landsliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Dagur Sigurðsson virðist hafa einstaka hæfileika í að spá fyrir um ráðningar landsliðsþjálfara en hann sá ráðningu Guðmundar Guðmundssonar í stöðu landsliðsþjálfara Íslands í handbolta fyrir nokkrum dögum áður en gengið var frá henni.

Dagur var gestur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem hann kom með aðra spá.

„Alfreð á Þjóðverjanna,“ sagði Dagur og átti þá við Alfreð Gíslason, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands og núverandi þjálfara Kiel.

Hann vildi þó ekki staðfesta að gengið yrði frá ráðningunni á morgun, bara að hann hefði tilfinningu fyrir þessu. Alfreð er með samning við Kiel út 2019 en Þjóðverjar hafa ekki ákveðið hvort þeir vilji halda núverandi þjálfara sínum, Christian Prokop.

„Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvort landsliðsþjálfari Þjóðverja eigi að vera áfram, sem er líka svolítið skrýtið. Þeir eru að skoða stöðuna og greina mótið. Maður hefur heyrt þetta áður,“ sagði Dagur og vísaði þá til stöðu HSÍ fyrr í mánuðinum þegar sama staða var uppi með Geir Sveinsson.

„Þá fer maður að hugsa, er verið að ræða við einhvern annan?“

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.