Golf

Valdís Þóra mætir Ólafíu á LPGA mótaröðinni um helgina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. GSÍ
Valdís Þóra Jónsdóttir tryggði sér keppnisrétt á ISPS mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi, sterkustu mótaröð heims, með frábærri spilamennsku á úrtökumóti í Ástralíu. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

Valdís er með þáttökurétt á Evrópumótaröðinni en hún var á meðal efstu kylfinga á úrtökumótinu á þremur höggum undir pari. Aðeins þrjú sæti voru í boði fyrir þá 100 þáttakendur sem tóku þátt í mótinu og náði Íslandsmeistarinn í eitt af þeim.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður einnig meðal þáttakanda á mótinu, sem hefst á fimmtudaginn, og munu Valdís og Ólafía því mætast á mótinu.

Þær verða svo aftur á sama móti viku síðar á öðru móti í Ástralíu, í þetta sinn á Evrópumótaröðinni.

Valdís hefur áður leikið á móti á LPGA mótaröðinni, en hún fékk þáttökurétt á Opna bandaríska risamótinu á síðasta ári.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×