Erlent

Ætlaði að myrða Youtube-stjörnur

Samúel Karl Ólason skrifar
Youtube stjörnurnar Megan Turney og Gavin Free komust í hann krappan í síðasta mánuði þegar vopnaður aðdáandi braust inn á heimili þeirra.
Youtube stjörnurnar Megan Turney og Gavin Free komust í hann krappan í síðasta mánuði þegar vopnaður aðdáandi braust inn á heimili þeirra.
Youtube stjörnurnar Megan Turney og Gavin Free komust í hann krappan í síðasta mánuði þegar vopnaður aðdáandi braust inn á heimili þeirra. Turney og Free vöknuðu á aðfaranótt 26. janúar við að maður að nafni Christopher Giles braut sér leið inn á heimili þeirra. Þau földu sig inn í fataskáp og hringdu á lögregluna á meðan Giles leitaði að þeim.

Við innbrotið skaut Giles minnst einu skoti en hann fann þau þó ekki og yfirgaf heimilið.

Þegar lögregluþjóna bar að garði var Giles við það að bakka úr innkeyrslu parsins og skaut hann á lögregluþjónana. Annar þeirra skaut til baka og felldi Giles. Miðað við fyrstu fregnir af atvikinu virtist sem að Giles hefði sjálfur skotið sig til bana en lögreglan segir það ekki hafa gerst.



Samkvæmt frétt Albuquerque Journal hefur lögreglan lýst Giles sem „einhleypum, einmanna og trufluðum“ manni. Í dómsskjölum sem blaðamenn Journal sáu kemur fram að Giles hafi keyrt í ellefu klukkustundir til heimilis þeirra Turner og Free og ætlaði hann sér að myrða þau.



Meðal annars fundu lögregluþjónar skjöl þar sem Giles hafði skrifað að hann óskaði þess að Free myndi „deyja einn og barnlaus“.

„Miðað við upptökur úr öryggisvélum er ljóst að markmið Giles var að skaða þá sem bjuggu þarna,“ stóð í áðurnefndum dómsskjölum. Rannsókn stendur enn yfir og segir enn fremur í skjölunum að rannsakendur búist við því að finna sannanir um að Giles hafi ætlað sér að myrða þau bæði.

Gavin Free er hvað þekktastur fyrir Youtube-rásina Slow Mo Guys. Megan Turney er þekkt fyrir svokallað cosplay og vinsæla Youtube-rás sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×