Innlent

Pósturinn óskar eftir að landsmenn moki og salti við hús sín

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Dæmi eru um að starfsmenn Póstsins hafi meiðst í hálku og lausum snjó.
Dæmi eru um að starfsmenn Póstsins hafi meiðst í hálku og lausum snjó. Vísir/Hanna

Starfsmenn Póstsins hafa lent í vandræðum síðustu daga vegna snjóþyngsla og hefur snjórinn tafið fyrir störfum bréfbera og bílstjóra. í tilkynningu frá Póstinum segir að stórir snjóskaflar hindri ekki einungis ferðir bíla heldur geri þeir einnig bréfberum erfiðara að komast að póstkössum og bréfalúgum húsa.

„Aðstæður sem geta skapast í svona tíðarfari hafa reynst starfsmönnum Póstsins hættulegar og dæmi eru um að þeir hafi meiðst við að athafna sig í hálku og lausum snjó,“ segir í tilkynningu.

Því vill Pósturinn biðla til landsmanna að vera duglegir að moka snjó frá innkeyrslum og framan við hús svo að starfsmenn Póstsins geti komið sendingum til skila fljótt og örugglega.

Þá er einnig bent á að það séu ekki einungis starfsmenn Póstsins sem eru fótgangandi innan um skaflanna.

„Sérstaklega getur verið hættulegt þegar skyggni er slæmt og gangandi vegfarendur þurfa að sveigja af illfærum gangstéttum og út á götu. Því er gott að hafa í huga þegar bakkað er úr innkeyrslum að fólk á gangi getur leynst þar sem það er venjulega ekki að finna.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.