Sport

Fyrrum hafnaboltastjarna tekin með 20 kíló af kókaíni eða heróíni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Loaiza í leik með LA Dodgers.
Loaiza í leik með LA Dodgers. vísir/getty

Einn besti hafnaboltamaður sem Mexíkó hefur framleitt, Esteban Loaiza, er á leiðinni í steininn og mun þurfa að dúsa þar lengi.

Hann var handtekinn síðasta föstudag með hvorki meira né minna en 20 kíló af fíkniefnum. Um er að ræða annað hvort kókaín eða heróín. Verðmæti efnanna er sagt vera í kringum 50 milljónir króna.

Loaiza spilaði í 14 ár í MLB-deildinni í Bandaríkjunum. Hann endaði ferilinn hjá Chicago White Sox fyrir tíu árum síðan.

Á ferlinum vann hann sér inn 4,4 milljarða króna í laun en það virðist ekki hafa dugað til þess að framfleyta honum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.