Innlent

Fljúgandi hálka og hvassviðri bakar vandræði við Höfn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikil hálka og hvassviðri er ekki góð blanda,
Mikil hálka og hvassviðri er ekki góð blanda, Vísir/Friðrik Jónas Friðriksson

Sextán björgunarsveitarmenn frá Björgunarfélagi Hornafjarðar hafa verið að störfum í morgun vegna mikils hvassviðris. Bílar hafa fokið út af þjóðvegi 1 í grenndi við Höfn og þakplötur hafa fokið af húsum í nærsveitum Hafnar.

„Það er fljúgandi hálka og það er vandamálið. Menn fjúka bara út af veginum þótt að þeir séu stopp á veginum,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, sem stýrir aðgerðum.

Fimm bílar hafa fokið út af veginum, þar á meðal vöruflutningabíll með tengivagn í eftirdragi. Hafa björgunarsveitarmenn komið smærri bílunum sem fokið hafa aftur upp á veginn en verið er að vinna að því að koma vöruflutningabílnum upp á veginn en til þess þarf stærri vinunuvélar.

Þá hafa björgunarsveitarmenn farið í þrjú útköll vegna fjúkandi þakplatna í sveitinni vestan við Höfn. Segir Friðrik að vindurinn nái 25 metrum á sekúndu inn í bænum en mun hvassara sé inn með fjöllunum.

Engin slys hafa orðið á fólki en lögreglan á Suðurlandi hvetur vegfarendur til þess að huga vel að færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög á svæðinu eða jafnvel að bíða með ferðalög þar til veðrið gengur niður.

Lægð gengur nú yfir landið en reiknað er með að veðrið gangi niður síðdegis í dag. Þó er von á næstu lægð strax á morgun.

Björgunarsveitarmenn frá Höfn að störfum . Mynd/Friðrik Jónas Friðriksson

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.