Handbolti

Akureyri Handboltafélag á montréttinn á Akureyri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Akureyri Handboltafélag steig stórt skref í átt að Olís-deildinni í kvöld
Akureyri Handboltafélag steig stórt skref í átt að Olís-deildinni í kvöld akureyri-hand.is
Vísir var með beina útsendingu frá leik Akureyrar og KA í Grill 66-deildinni í samstarfi við Akureyri Handboltafélag í kvöld. Um var að ræða toppslag deildarinnar en Akureyri hafði einu stigi meira en KA þegar kom að leiknum í kvöld.

Rúmlega 1100 áhorfendur mættu í Íþróttahöllina og sáu Akureyri vinna fjögurra marka sigur, 24-20 eftir æsilegan leik þar sem hart var tekist á.

Úrslitin þýða að Akureyri hefur nú þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.



Markaskorarar Akureyrar: Hafþór Már Vignisson 7, Brynjar Hólm Grétarsson 5, Igor Kopyshynskyi 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Patrekur Stefánsson 2, Garðar Már Jónsson 2, Karolis Stropus 1.

Markaskorarar KA: Heimir Örn Árnason 5, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Sigþór Árni Heimisson 3, Dagur Gautason 2, Áki Egilsnes 2, Elfar Halldórsson 1, Hreinn Þór Hauksson 1, Sigþór Gunnar Jónsson 1, Andri Snær Stefánsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×