Innlent

Diljá Mist nýr aðstoðarmaður Guðlaugs

Birgir Olgeirsson skrifar
Diljá er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hún hefur starfað sem lögmaður hjá Lögmálum frá árinu 2011.
Diljá er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hún hefur starfað sem lögmaður hjá Lögmálum frá árinu 2011.
Diljá Mist Einarsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og hefur hún störf í dag.

Diljá er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hún hefur starfað sem lögmaður hjá Lögmálum frá árinu 2011. Auk meistaraprófs í lögfræði er Diljá með LLM gráðu í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti frá Háskóla Íslands.

Diljá var varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 2007-2009 og átti sæti í flokksráði Sjálfstæðisflokksins á sama tímabili. Diljá var varaformaður Heimdallar 2009-2010 og sat í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 2016-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×