Innlent

Tveir slasaðir eftir að hestakerra hafnaði á smárútu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurlandsvegur var lokað rétt fyrir austan Selfoss vegna umferðaróhapps fyrr í dag en búist er við að hann verði opnaður á ný klukkan 19:30 í kvöld. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi losnaði hestakerra aftan af bíl og hafnaði hún framan á rútu. Fjórir starfsmenn Tröllaferða voru í rútunni en tveir þeirra slösuðust. Starfsmennirnir voru á leið frá Sólheimajökli þegar slysið átti sér stað og er um að ræða bíl Tröllaferða sem er einungis notaður fyrir starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins.

Þeir slösuðu eru ekki sagðir vera í lífshættu en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu.

Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi og fréttin uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. 

Slysið átti sér stað rétt austan megin við Selfoss.Loftmyndir ehf



Fleiri fréttir

Sjá meira


×