Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra telja ástæðu til að menn verði látnir taka afleiðingum af mistökum við rannsókn á meintum kynferðisbrotum starfsmanns barnaverndar. Þingmaður Pírata bendir þó á að saknæmt sé að tilkynna ekki mál til barnaverndaryfirvalda samkvæmt barnaverndarlögum, en það gerði lögreglan ekki. Farið verður nánar yfir þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar fjöllum við líka um veðrið, sem heldur áfram að hrella landsmenn og lítum í heimsókn á Hrafnistu, þar sem soðin voru hvorki meira né minna en þrjú hundruð kíló af saltkjöti í dag, á sprengidaginn. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×