Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar

Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra telja ástæðu til að menn verði látnir taka afleiðingum af mistökum við rannsókn á meintum kynferðisbrotum starfsmanns barnaverndar. Þingmaður Pírata bendir þó á að saknæmt sé að tilkynna ekki mál til barnaverndaryfirvalda samkvæmt barnaverndarlögum, en það gerði lögreglan ekki. Farið verður nánar yfir þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar fjöllum við líka um veðrið, sem heldur áfram að hrella landsmenn og lítum í heimsókn á Hrafnistu, þar sem soðin voru hvorki meira né minna en þrjú hundruð kíló af saltkjöti í dag, á sprengidaginn. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.