Erlent

Mælast til þess að Netanyahu verði ákærður

Birgir Olgeirsson skrifar
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. VÍSIR/EPA

Lögreglan í Ísrael hefur mælst til þess að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, verði ákærður vegna ásakana um mútur.

Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkísútvarpsins BBC en þar segir að lögreglan hafi yfirheyrt Netanyahu fyrir mánuði síðan vegna rannsóknar á ásökunum um spillingu.

Netanyahu sagði við það tilefni að ekkert myndi koma út úr þeirri rannsókn því það væri ekkert að baki þeim ásökunum.

BBC hefur eftir fjölmiðlum í Ísrael að lögreglan þar í landi muni tilkynna að nægar sannanir séu fyrir hendi til að ákæra Netanyahu.

Í einu málinu er forsætisráðherrann sakaður um að hafa beðið útgefanda ísrelsks dagblaðs um jákvæða umfjöllun í staðinn fyrir að hjálp við að styrkja stöðu útgefandans gagnvart samkeppnisaðila.

Í hinu málinu er Netanyahu sagður hafa fengið gjafir að andvirði 100 þúsund dollara, sem nemur um 10 milljónum íslenskra króna, frá ísraelska Hollywood-milljarðamæringnum Arnon Milchan og öðrum stuðningsmönnum.

Netanyahu hefur neitað báðum þessum ásökunum.

Ákvörðunin um það hvort Netanyahu verður ákærður er í höndum embættis ríkissaksóknara í Ísrael. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.