Erlent

Hvítt efni sent á skrifstofu Obama

Birgir Olgeirsson skrifar
Barack Obama.
Barack Obama. Mynd/ AFP.

Lögreglan í Washington í Bandaríkjunum er sögð rannsaka hvítt efni sem sent var á skrifstofu Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að tilkynning um málið hafi borist nú síðdegis. Obama hefur haft skrifstofuhúsnæði á leigu í húsi sem er í eigu góðgerðasamtakanna World Wildlife Fund síðan hann lét af embætti í janúar árið 2017.

Í gær var greint frá því að hvítt efni hefði verið sent á heimili Donalds Trump yngri, sonar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í New York. Eiginkona hans, Vanessa Trump, var flutt á sjúkrahús ásamt tveimur öðrum vegna málsins en efnið reyndist meinlaust. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.