Erlent

Hvítt efni sent á skrifstofu Obama

Birgir Olgeirsson skrifar
Barack Obama.
Barack Obama. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Washington í Bandaríkjunum er sögð rannsaka hvítt efni sem sent var á skrifstofu Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að tilkynning um málið hafi borist nú síðdegis. Obama hefur haft skrifstofuhúsnæði á leigu í húsi sem er í eigu góðgerðasamtakanna World Wildlife Fund síðan hann lét af embætti í janúar árið 2017.

Í gær var greint frá því að hvítt efni hefði verið sent á heimili Donalds Trump yngri, sonar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, í New York. Eiginkona hans, Vanessa Trump, var flutt á sjúkrahús ásamt tveimur öðrum vegna málsins en efnið reyndist meinlaust. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×