Viðskipti innlent

Hagnaður Regins dregst saman um 11 prósent

Þórdís Valsdóttir skrifar
Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins fasteignafélags.
Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins fasteignafélags. Vísir/GVA

Hagnaður Regins hf. dróst saman um 11 prósent á síðasta ári en hagnaður félagsins var tæplega 3.798 milljónir króna. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins. 

Í ársreikningi félagsins kemur fram að afkoma Regins á árinu 2017 hafi verið góð og „í samræmi við væntingar“. Rekstrartekjur fasteignafélagsins jukust á milli áranna 2016 og 2017 en á síðasta ári voru þær 7,1 milljarður króna samanborið við 6,6 milljarða árið 2016. Af rekstrartekjunum voru 6,6 milljarðar króna leigutekjur og hafa þær hækkað um 8 prósent á milli ára.

Eiginfjárhlutfall félagsins var í lok árs 2017 var 35 prósent, það var rúmlega 34 milljarðar króna í lok síðasta árs og eykst um rúmlega fimm milljarða á milli ára.

Þá segir einnig í uppgjörinu að yfirstandandi umbreytingar í Smáralind á síðasta ári hafi haft áhrif á tekjur og afkomu félagsins, eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Áhrifin eru tímabundið lægri tekjur og hærri rekstrarkostnaður.

Rekstrarhagnaður Regins á fjórða ársfjórðungi nam 1.826 milljónum króna. Hagnaður félagsins nam 2.313 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi og dregst hann því nokkuð saman á milli ársfjórðunga. Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri félagsins séu góðar en áætlað er að leigutekjur félagsins aukist um tæpan milljarð króna á þessu ári.

Í uppgjörinu kemur fram að stjórn Regins leggi til að ekki verði greiddur arður á þessu ári.

Eignasafn Regins samanstendur af atvinnuhúsnæði en alls á félagið 122 fasteignir. Þar af eru 30 prósent verslunarhúsnæði, 32 prósent skrifstofuhúsnæði, 19 prósent iðnaðar og geymsluhúsnæði, 5 prósent hótel og 14 prósent íþrótta-, mennta- og afþreyingarhúsnæði. Heildarfermetrafjöldi þeirra eigna er um 330.000. Meðal eigna í safninu má nefna Smáralind og Egilshöll.

Tengdar fréttir

Reginn kaupir turninn við Höfðatorg

Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.