Handbolti

Toppliðin bæði með sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rakel Sigurðardóttir skoraði eitt mark fyrir Hauka í kvöld.
Rakel Sigurðardóttir skoraði eitt mark fyrir Hauka í kvöld. vísir/ernir
Topplið Hauka rígheldur í toppsætið í Olís-deild kvenna, en Hafnarfjarðarliðið marði sigur á Selfyssingum í kvöld, 23-22.

Haukarnir voru einu marki yfir í hálfleik, 11-10, og eftir dramatískar lokamínútur varð munurinn bara eitt mark, 23-22.

Berta Rut Harðardóttir var markahæst hjá Haukum með sex mörk, en annars dreifðist markaskorið ansi vel hjá Haukunum. Alls skoruðu níu leikmenn Hauka, en Haukarnir eru á toppnum með 28 stig, sama fjölda og Valur.

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst með níu mörk hjá heimastúlkum, en Selfoss er í sjötta sætinu með sjö stig. Þær eru með þremur stigum meira en Grótta og Fjölnir.

Valur vann átján marka sigur á Fjölni, 28-10, eftir að hafa fengið einungis fjögur mörk á sig í fyrri hálfleik, en staðan í hálfleik var 10-4.

Valur er á toppnum með Haukum, eins og áður hefur verið sagt, en Fjölnir er í botnbaráttu með fjögur stig.

Berglind Benediktsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Fjölni, en Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir skoraði átta fyrir Val og Kristín Arndís Ólafsdóttir sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×