Innlent

Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju

Birgir Olgeirsson skrifar
Kvíabryggja.
Kvíabryggja. Vísir/Pjetur

Fangi á Kvíabryggju lést síðdegis í gær og er málið komið til rannsóknar hjá lögreglu. Greint var fyrst frá þessu á vef Fréttablaðsins en þar er því haldið fram að fanginn hafi svipt sig lífi. 

„Ég get staðfest það að andlát fanga hafi átt sér stað seinnipartinn í fangelsinu í gær,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi um málið. Hann vildi ekki gefa nánar upp um málið og gat ekki staðfest hvort um sjálfsvíg væri að ræða.

Í frétt Fréttablaðsins er því haldið fram að lík fangans hafi fundist í fjárhúsi Kvíabryggju en eins og fyrr segir vildi Páll ekki staðfesta annað við Vísi en að andlát fanga hafi átt sér stað og málið sé komið til rannsóknar hjá lögreglu.

Fyrr höfðu sjö látist í fangelsum landsins frá árinu 2001, þar af fimm eftir sjálfsvíg. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.