Erlent

Lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárás í New York

Ahmad Khan Rahimi sprengdi sprengju í New York í september árið 2016.
Ahmad Khan Rahimi sprengdi sprengju í New York í september árið 2016. Vísir/ap
Ahmed Khan Rahimi þrítugur maður sem sprengdi sprengju í Chelsea-hverfinu í New York í september árið 2016 hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þá hafði hann einnig komið sprengjum fyrir á öðrum stöðum í borginni og einnig í New Jersey ríki.

Richard Berman, dómari í máli Rahimi í New York, sagði að það væri kraftaverk að enginn skyldi láta lífið í sprengingunni en 29 manns særðust.

Rahami er Afgani með bandarískan ríkisborgararétt og hafði faðir hans varað yfirvöld við syni sínum árið 2014. Hann hafði áhyggjur af syni sínum þar sem hann hafði stungið bróður sinn með hníf.

Rahimi bíður þess nú að dæmt verði í máli hans í New Jersey ríki, en ein af þeim sprengjum sprakk nálægt vinsælli hlaupaleið í bænum Seaside Heights. Hann var ekki ákærður fyrir hryðjuverk en BBC greinir frá því að hann hafi reynt að hvetja samfanga sína til að styðja íslamska ríkið.

Rahimi var handtekinn tveimur dögum eftir árásina. Hann særðist í skotbardaga við lögreglu og dvaldi í kjölfarið á sjúkrahúsi um nokkurt skeið. 

Hann á þrjú börn og starfaði á kjúklingastað sem er í eigu fjölskyldu hans.


Tengdar fréttir

Rahami í haldi lögreglu

Einn lögregluþjónn er sagður hafa særst í skotbardaga í New Jersey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×