Erlent

Grunar beinist að ísingu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Brak úr vélinni hefur fundist á stóru svæði.
Brak úr vélinni hefur fundist á stóru svæði. VÍSIR/EPA
Ísing á hraðanemum er líkleg orsök þess að rússnesk þota, með 71 innanborðs, hrapaði eftir flugtak frá Moskvu á sunnudag. Þetta eru frumniðurstöður rannsakenda.

Við aflestur gagna úr vélinni kom í ljós að skömmu áður en vélin hrapaði hófu mælar vélarinnar að senda frá sér misvísandi upplýsingar.

Sjá einnig: Rússneska flugfélagið með vafasama fortíð

Flugmenn vélarinnar slökktu þá á sjálfstjórn hennar og dýfðu vélinni skarpt til jarðar. Yfir 1.400 partar úr vélinni hafa fundist á víð og dreif á slysstað. Enginn lifði sf.

Samkvæmt rússneskum miðlum hafnaði flugstjóri vélarinnar meðhöndlun sem á að koma í veg fyrir að ísing geti haft þessi áhrif.




Tengdar fréttir

Rússneska flugfélagið með vafasama fortíð

Flugfélagið sem rak flugvélina sem hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Rússlandi í dag var árið 2015 bannað að fljúga á milli landa eftir öryggisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×