Erlent

Grunar beinist að ísingu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Brak úr vélinni hefur fundist á stóru svæði.
Brak úr vélinni hefur fundist á stóru svæði. VÍSIR/EPA

Ísing á hraðanemum er líkleg orsök þess að rússnesk þota, með 71 innanborðs, hrapaði eftir flugtak frá Moskvu á sunnudag. Þetta eru frumniðurstöður rannsakenda.

Við aflestur gagna úr vélinni kom í ljós að skömmu áður en vélin hrapaði hófu mælar vélarinnar að senda frá sér misvísandi upplýsingar.

Sjá einnig: Rússneska flugfélagið með vafasama fortíð

Flugmenn vélarinnar slökktu þá á sjálfstjórn hennar og dýfðu vélinni skarpt til jarðar. Yfir 1.400 partar úr vélinni hafa fundist á víð og dreif á slysstað. Enginn lifði sf.

Samkvæmt rússneskum miðlum hafnaði flugstjóri vélarinnar meðhöndlun sem á að koma í veg fyrir að ísing geti haft þessi áhrif.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.