Bílar

Bílasalar verða helmingi færri

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Fleiri vilja taka bíl á leigu eða vera í áskrift að bíl.
Fleiri vilja taka bíl á leigu eða vera í áskrift að bíl. Vísir/eyþór

Bílasalar verða allt að helmingi færri árið 2025 samkvæmt rannsókn endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í 43 löndum.

Fulltrúi KPMG segir að sala á bílum minnki ekki heldur verði kaupendur oftar fyrirtæki og félög. Þau þurfi ekki bílasala í hverjum bæ.

Milljónir bílaeigenda muni taka bíla á leigu, vera í áskrift að bíl eða samnýta með öðrum, ekki síst vegna örrar tækniþróunar. Hún muni leiða til að bílar lækki hraðar í verði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.