Innlent

Átak gegn heimilisofbeldi á Austurlandi

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Frá undirritun samstarfsyfirlýsingar.
Frá undirritun samstarfsyfirlýsingar. Lögreglan

Lögregla og félagsþjónusta á Austurlandi ætla að taka upp samstillt verklag í starfsemi sinni gegn heimilisofbeldi. Markmiðið er markvissari viðbrögð og úrræði og að veita þolendum og gerendum aðstoð. Þá er sérstakt markmið að bæta stöðu barna, sem búa við ofbeldi á heimilum.

Fyrirmyndin er verklagið „Að halda glugganum opnum“, sem er samstarfsverkefni lögreglu og félagsþjónustu á Suðurnesjum.

Verklagið á Suðurnesjum fólst meðal annars í því að nýta betur úrræði um brottvísun af heimilum, nálgunarbann og að koma fleiri málum í gegnum réttarvörslukerfið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.