Innlent

Síbrotamaður rauf skilorð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Landsréttur er til húsa við Vesturvör í Kópavogi.
Landsréttur er til húsa við Vesturvör í Kópavogi. VÍSIR/STEFÁN

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að Þorkell Diego Jónsson skuli afplána eftirstöðvar 220 daga fangelsisrefsingar. Þorkeli var veitt reynslulausn í ágúst í fyrra en hann liggur undir sterkum grun um að hafa framið ýmis brot á tveggja ára reynslutíma sínum.

Þorkell hlaut sextán mánaða dóm í júní 2016 og sex mánaða dóm í febrúar 2017 fyrir ýmis þjófnaðar- og fíkniefnabrot. Eftir að honum var veitt reynslulausn liggur hann undir grun um að hafa framið þjófnað, líkamsárás og fíkniefnabrot.

Lögmaður mannsins kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar þar sem dómari málsins hafði afhent honum úrskurð í því strax að málflutningi loknum. Landsréttur taldi ekkert í þingbók benda til þess að dómari hefði ekki hlýtt á röksemdir aðila áður en hann tók endanlega afstöðu til þeirra. Var úrskurðurinn því staðfestur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.