Viðskipti innlent

Bankasýslan á móti arðgreiðslutillögu

Hörður Ægisson skrifar
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslunnar.
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslunnar.

Bankasýslan, sem heldur um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, greiddi atkvæði gegn tillögu stjórnar um 25 milljarða króna skilyrta arðgreiðslu og kaup á eigin bréfum á hluthafafundi síðastliðinn mánudag.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, vildi ekki tjá sig um hvers vegna stofnunin væri á móti tillögunum en Kristín Flygen­ring er fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn.

Stjórn bankans fær heimild til að greiða hluthöfum allt að 25 milljarða arðgreiðslu ef Kaupskilum, dótturfélagi Kaupþings sem á 57 prósenta hlut í bankanum, tekst að selja minnst tvö prósent eignar félagsins fyrir 15. apríl. Þá var stjórninni veitt heimild til að kaupa til baka hlutabréf útgefin af bankanum sem nemur allt að tíu prósentum. Það hlutafé sem verður nýtt til slíkra endurkaupa dregst frá boðaðri arðgreiðslu.

Auk Kaupþings og íslenska ríkisins eiga þrír vogunarsjóðir og Goldman Sachs samtals um 30 prósenta hlut í bankanum. Boðaðar arðgreiðslur til hluthafa myndu að stærstum hluta renna til ríkissjóðs. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×