Viðskipti innlent

Bankasýslan á móti arðgreiðslutillögu

Hörður Ægisson skrifar
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslunnar.
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslunnar.

Bankasýslan, sem heldur um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, greiddi atkvæði gegn tillögu stjórnar um 25 milljarða króna skilyrta arðgreiðslu og kaup á eigin bréfum á hluthafafundi síðastliðinn mánudag.

Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, vildi ekki tjá sig um hvers vegna stofnunin væri á móti tillögunum en Kristín Flygen­ring er fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn.

Stjórn bankans fær heimild til að greiða hluthöfum allt að 25 milljarða arðgreiðslu ef Kaupskilum, dótturfélagi Kaupþings sem á 57 prósenta hlut í bankanum, tekst að selja minnst tvö prósent eignar félagsins fyrir 15. apríl. Þá var stjórninni veitt heimild til að kaupa til baka hlutabréf útgefin af bankanum sem nemur allt að tíu prósentum. Það hlutafé sem verður nýtt til slíkra endurkaupa dregst frá boðaðri arðgreiðslu.

Auk Kaupþings og íslenska ríkisins eiga þrír vogunarsjóðir og Goldman Sachs samtals um 30 prósenta hlut í bankanum. Boðaðar arðgreiðslur til hluthafa myndu að stærstum hluta renna til ríkissjóðs. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.