Körfubolti

Nýju vinir LeBron miklu betri en þeir gömlu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James elskar nýju vini sína.
LeBron James elskar nýju vini sína. vísir/getty
Cleveland Cavaliers lítur ekki bara út eins og glænýtt lið eftir breytingarnar á lokadegi félagaskiptagluggans heldur er liðið að spila eins og allt annað lið.

LeBron James og félagar tóku sig til og unnu Oklahoma City Thunder á útivelli í nótt, 120-112, en aðeins eru tvær vikur síðan að Cleveland tapaði, 148-124, fyrir OKC.

Cleveland losaði nánast allt liðið en fékk á móti George Hill, Rodney Hood, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr. Þessi skipti virðist hafa frábær áhrif á Cavaliers sem er nú búið að vinna tvo leiki í röð og fjóra í röð í heildina.

LeBron James skoraði 37 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í leiknum en J.R. Smith skoraði 18 stig. Liðið fékk frábært framlag af bekknum þar sem fjórir leikmenn skoruðu tíu stig eða meira.

Paul George var stigahæstur heimamanna með 25 stig og Steve Adams skoraði 22 stig auk þess sem að hann tók 17 fráköst en Russell Westbrook hafði hægt um sig og skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf tólf stoðsendingar.

Cleveland er eftir sem áður í þriðja sæti austurdeildarinnar, sex sigrum á eftir Toronto og Boston sem mega nú fara að fara sig.

Úrslit næturinnar:

Toronto Raptors - Miami Heat 115-112

Milwaukee Bucks - Atlanta Hawks 97-92

Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 108-126

OKC Thunder - Cleveland Cavaliers 112-120

Dallas Mavericks - Sacramento Kings 109-114

Denver Nuggets - San Antonio Spurs 117-109

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×