Skoðun

Lækkun kosningaaldurs og tekjuskattur ungmenna

Alexander Snær Jökulsson skrifar
Kosningaaldursfrumvarpið hefur verið mjög umdeilt í samfélaginu upp á síðkastið, ég tel þetta vera nauðsynlegt skref sem við Íslendingar þurfum að taka.

Í stuttu máli snýst frumvarpið um það að lækka kosningaaldur niður í 16 ár fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mér finnst eins og ungmenni séu oft skilin útundan í pólitískri umræðu, og með þessu frumvarpi tel ég að stjórnmálafræðsla í skólum muni aukast.

Stjórnmálafræðsla í skólum hefur verið í algjöru lágmarki hér á landi. Aukin fræðsla myndi vekja áhuga ungmenna í stjórnmálum og með því myndi aukast þátttaka ungmenna í stjórnmálum.

Ungmenni borga sama skatthlutfall og fullorðnir einstaklingar (36,94%), því tel ég að þau ættu að hafa sömu rödd í stjórnmálum. Margir vilja meina að ungmenni séu ekki nógu fullorðin til að taka þátt í pólitík, samt er ætlast að þau hagi sér eins og fullorðið fólk. Þeim er þó ekki gefin rödd í stjórnmálum. Þau eiga alveg jafn mikinn hlut í landinu og hver annar Íslendingur.

Ég sé bara tvo kosti sem koma til greina – að lækka kosningaaldur niður í 16 ár eða að 16 og 17 ára einstaklingar skulu falla undir sömu skattreglur og 15 ára og yngri (greiða skuli 6% skatt eftir frítekjumarkið, 180.000 kr). Mér finnst það bara hreint og beint ólýðræðislegt ef öðrum en þessum hlutum verður ekki framfylgt. Þó vildi ég frekar að það væri lækkað kosningaaldurinn frekar en að breyta skattlögunum.




Skoðun

Sjá meira


×