Innlent

Ökumenn beðnir um að gæta sín á grímuklæddum börnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Samgöngustofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ökumenn eru hvattir til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni í dag.
Samgöngustofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ökumenn eru hvattir til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni í dag. Vísir/Stefán

Samgöngustofa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ökumenn eru hvattir til að gæta fyllstu varúðar í umferðinni í dag. Mörg börn verði á ferð og flugi eftir hádegi að halda upp á öskudag. Þá er foreldrum bent á að stórir snjóruðningar á götum séu hættulegir staðir fyrir börn að leika sér á.

„Foreldrar eru hvattir til að ræða við börn sín um hættuna sem getur fylgt því að gera snjóhús í snjóruðningum. Oft eru gamlir ruðningar færðir til eða mokað burtu.

Við viljum jafnframt biðja akandi vegfarendur að hafa gætur á þegar þeir keyra um göturnar svo ekki verði slys og gangandi vegfarendur sem verða varir við börn í snjóhúsum að hafa þessa hættu á orði við börnin,“ segir í tilkynningunni.

Að endingu vill stofnunin benda á að hægt sé að fá skemmtileg endurskinsmerki á Samgöngustofu í Ármúla 2, svo allir sjáist vel í myrkrinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.