Innlent

Katrín fékk fyrstu köku ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá afhendingu kökunnar í Bernhöftsbakaríi, talið frá vinstri: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jóhannes Felixson, formaður LABAK, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins og eigandi Bernhöftsbakarís.
Frá afhendingu kökunnar í Bernhöftsbakaríi, talið frá vinstri: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jóhannes Felixson, formaður LABAK, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins og eigandi Bernhöftsbakarís.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti fyrstu köku ársins í dag. Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara, Sigurður Már Guðjónsson, höfundur kökunnar, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, afhentu Katrínu kökuna í Bernhöftsbakaríi í morgun.

Landssamband bakarameistara, LABAK, efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins.

Keppnin var haldin í samstarfi við sælgætisgerðina Kólus og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi Sambó Þrist. Sigurkakan hlýtur nafnbótina „Kaka ársins 2018“ og er höfundur hennar Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís.

Dómarar í keppninni voru Jóhanna Vigdís Arnardóttir frá Samtökum iðnaðarins, Gunnlaugur Örn Valsson, bakari og kökugerðarmaður, og Snorri Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Kólus.

Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna LABAK um allt land fimmtudaginn 15. febrúar og verður til sölu það sem eftir er ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.