Lífið

Stefán stígur til hliðar vegna heilsubrests

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefán Karl mun ekki taka þátt í leikverkinu Slá í gegn.
Stefán Karl mun ekki taka þátt í leikverkinu Slá í gegn. vísir/andri marínó
Leikarinn Hilmir Snær Guðnason hefur tekið við hlutverki Frímanns flugkappa í sirkussöngleiknum Slá í gegn sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu þann 24. febrúar næstkomandi. 

„Hann á raunhæfan möguleika á að gera þetta jafn vel og ég - en þó ekki betur," segir Stefán Karl Stefánsson sem þurfti að segja sig frá hlutverkinu sökum heilsubrests, en þeir félagarnir hafa leikið mikið saman, meðal annars yfir 200 sýningar á Með fulla vasa af grjóti.

Stefán Karl greindist með mein í brishöfði og undirgekkst flókna aðgerð haustið 2016 þar sem æxlið var fjarlægt. Við tók síðan erfið meðferð sem Stefán er enn að berjast við.

Stefán Karl og Hilmir Snær þegar þeir unnu saman nýverið að verkinu Með fullan vasa af grjóti.Steinunn Ólína


Söngleikurinn Slá í gegn er mikið sjónarspil með loftfimleikum, dönsum og kraftmiklum söngatratriðum, keyrður áfram af tónlist Stuðmanna, og mun Hilmir Snær taka þar lagið.

„Ég þurfti að vera skynsamur gagnvart eigin úthaldi og heilsu og því varð ég því miður að láta þetta hlutverk frá mér“ segir Stefán Karl.

„Ég fæ í staðinn að njóta sjónarspilsins úr salnum með öðrum áhorfendum og hlakka til að sjá Hilmi þenja sig og hefja sig til flugs, það er meiri Frímann í honum en hann heldur“.

Eins og aðdáendur Stuðmanna muna þá syngur Frímann flugkappi meðal annars um flugferðir sínar yfir Tívolí.


Tengdar fréttir

Sjúkdómur Stefáns Karls langt genginn

Fjórtán daga spítalavist Stefáns Karls er nú lokið en fyrr í mánuðinum voru fjarlægð þrjú meinvörp úr lifur. Í kjölfarið fékk Stefán Karl sýkingu sem lengdi spítalavistina um viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×