Lífið

Beint í hjartastað: Gjafahugmyndir fyrir konudaginn

Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar
Vettlingar, húfa og trefill eru hugulsöm gjöf í vetrarkuldanum.
Vettlingar, húfa og trefill eru hugulsöm gjöf í vetrarkuldanum.
Margir gefa blóm og konfekt, sem eru sígildar og sannar konudagsgjafir, en kvenlegar, persónulegar gjafir eru viðeigandi á konudaginn og hitta konuna í hjartastað ef valið er af gaumgæfni.

Aðlaðandi er konan ánægð og því er alltaf í móð að gefa konu fallega flík, skó eða fylgihluti, og eins dýrindis ilm eða skart.

Mestu skiptir þó að gefa sjálfan sig í konudagsgjöf; tíma, gleði, ást og athygli, og tala frá hjartanu til að virða tímans þunga nið. Þannig upplifir konan sig dýrmæta, mikilvæga og elskaða.

Varalitur er rómantísk gjöf sem líka kemur að góðum notum.
Gullfallegir eyrnalokkar gleðja allar konur, eins og flestallt skart.
Leðurstígvél og háir hælar eru þokkafull gjöf á konudaginn.
Unaðsleg og þokkafull angan hittir alltaf í mark.
Sólgleraugu gætu hitt í mark. Í febrúar er mikið farið að birta og vorið í hyllingum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×