Viðskipti innlent

Telur arðgreiðslu ekki í samræmi við stefnuna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslunnar
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslunnar
Bankasýslan, sem heldur um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka, telur að tillaga stjórnar bankans um 25 milljarða króna skilyrta arðgreiðslu sé ekki í samræmi við ákvæði eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki um jafnræði hluthafa og vandaða stjórnarhætti. Þetta kemur fram í bókun stofnunarinnar í fundargerð hluthafafundar bankans síðastliðinn mánudag.

Tillaga stjórnarinnar var samþykkt á fundinum en Bankasýslan greiddi atkvæði gegn henni.

Stofnunin tók auk þess fram í bókuninni að umrædd arðgreiðsla ætti að koma strax til framkvæmda og ekki vera háð viðskiptum á milli hluthafa bankans.

Samkvæmt tillögunni fær stjórn bankans heimild til að greiða hluthöfum allt að 25 milljarða í arð. Arðgreiðslan var háð því skilyrði að Kaupþingi tækist að selja minnst tvö prósent eignar félagsins fyrir 15. apríl. Því skilyrði var aflétt í gær með kaupum fjárfesta á samanlagt 5,34 prósenta hlut í Arion banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×