Viðskipti innlent

Íslandsbanki færir 800 milljónir til skuldar

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Dómurinn hefur áhrif á marga lántaka Íslandsbanka.
Dómurinn hefur áhrif á marga lántaka Íslandsbanka. VÍSIR/EYÞÓR
Íslandsbanki hefur fært 800 milljóna króna skuldbindingu í ársreikning til þess að mæta tapi vegna dóms sem féll í Hæstarétti síðasta haust. Yfirferð starfsmanna bankans á samningum sem dómurinn tekur til er vel á veg komin og er gert ráð fyrir endurgreiðslum á ofgreiddum vöxtum á þessu ári.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að Íslandsbanki hefði brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán.

Fram kemur í ársreikningi bankans að töluverður hluti samninganna, sem talið er að dómurinn taki til, hafi verið endurfjármagnaður eða greiddur upp við sölu viðkomandi eigna. Þá hafi endurskoðun vaxta verið frestað á meirihluta samninga frá þeim tíma þegar úrskurður Neytendastofu lá fyrir haustið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×