Erlent

Ólíðandi að vera undir ESB

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/afp
Það væri „ólíðandi­“ og „andlýðræðislegt“ ef Bretland yrði áfram að fylgja lögum og reglugerðum Evrópusambandsins eftir útgöngu, svokallað Brexit. Þetta sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, ræðu í gær. Ræðan var liður í herferð Theresu May forsætisráðherra til þess að skýra myndina fyrir almenningi.

Johnson sagði kostina við áframhaldandi aðild að innri markaði og tollabandalagi ESB ekki eins augljósa og óhrekjanlega og stuðningsmenn svokallaðs „mjúks Brexit“ héldu fram. „Eina leiðin til að halda frelsi okkar til nýsköpunar er að taka aftur stjórnina svo við getum sett okkar eigin lög .“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×