Viðskipti innlent

Hans Steinar ráðinn nýr upp­lýsinga­full­trúi SOS

Atli Ísleifsson skrifar
Hans Steinar Bjarnason.
Hans Steinar Bjarnason. SOS Barnaþorp
Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Í tilkynningu  kemur fram að Hans Steinar hafi víðtæka reynslu úr fjölmiðlum en hann hefur að undanförnu starfað sem íþróttafréttamaður á RÚV. „Áður gegndi hann starfi íþróttafréttamanns og þáttastjórnanda á Stöð 2, Stöð 2 Sport og Sýn sem og dagskrárgerðarmanns og útsendingastjóra í útvarpi og sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Hans Steinari að það hafi blundað í sér í talsverðan tíma að fást við nýjar áskoranir eftir rúm 28 ár í fjölmiðlabransanum. „Ég gæti vart hugsað mér betri stað til þess en að taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá SOS Barnaþorpunum. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni á nýjum vettvangi.“

Alls bárust 61 umsókn um starfið. Hans Steinar tekur við starfinu af Sunnu Stefánsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×