Lífið

Tónleikum Jessie J frestað fram á sumar

Atli Ísleifsson skrifar
Jessie J.
Jessie J. Vísir/AFP

Tónleikum bresku söngkonunnar Jessie J sem fara áttu fram í Laugardalshöll þann 18. apríl næstkomandi hefur verið frestað til 6. júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni.

„Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að færa tónleika Jessie J í Laugardalshöll á nýja dagsetningu. Sýningin mun fara fram þann 6. júní, en EKKI 18. apríl eins og planið var.

Allir miðar gilda að sjálfsögðu á nýju dagsetninguna.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi breyting kann að valda. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir endilega hafðu samband við Tix Miðasölu í gegnum netfangið info@tix.is,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.