Enski boltinn

Íþróttastjóri Roma: Hefðum átt að fá meiri pening fyrir Mohamed Salah

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki sínu í gær.
Mohamed Salah fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty
Það efast líklega fáir lengur um það að kaup Liverpool á Egyptanum Mohamed Salah séu kaup ársins í enska boltanum.

Liverpool borgar ítalska félaginu líklega á endanum 50 milljónir evra fyrir Mohamed Salah en hann hefur nú skorað 30 mörk á sínu fyrsta tímabili með Liverpool.



Monchi, íþróttastjóri Roma, ræddi við Sky Sports í dag um söluna á Salah. Um leið og stuðningsmenn Liverpool fagna þá verða stuðningsmennn Roma reiðari og reiðari með hverjum deginum að félagið þeirra hafi ekki fengið meiri pening fyrir þennan frábæra leikmann.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af þessu magnaða marki sem Mohamed Salah skoraði í Meistaradeildinni í gær.





 „Við gætum á endanum fengið 50 milljónir evra með bónusum en á þessum tímapunkti þá urðum við bara að selja leikmenn og þetta var góður möguleiki sem bauðst okkur,“ sagði Monchi við Sky Sport Italia.

„Sölurnar á Neymar og Kylian Mbappe breyttu öllu á markaðnum en á þessum tímapunkti var það nauðsynlegt að selja mann,“ sagði Monchi.





„Ég held að við hefðum átt að fá meiri pening fyrir Salah en salan á honum gaf okkur möguleika á að gera eitthvað á markaðnum. Fyrsta tilboð Liverpool var aðeins 32 milljónir evra plús 3 milljónir í bónusa. Í fótboltanum í dag þá fara leikmenn þangað sem þeir vilja komast,“ sagði Monchi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×