Erlent

Maurar hjálpa særðum félögum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hver einstaklingur er mikilvægur í samfélögum maura.
Hver einstaklingur er mikilvægur í samfélögum maura.
Afrísk maurategund, Megaponera analis, flytur skaðaða félaga sína eftir veiðar á termítum af vígvellinum og heim í mauraþúfuna til að hlúa að þeim. Særðu maurarnir kalla á hjálp með því að gefa frá sér ákveðið efni.

Heilbrigðu maurarnir sleikja sár félaga sinna, að því er rannsókn þýskra líffræðinga leiddi í ljós. Líffræðingarnir telja að maurarnir sleiki sárin til að hreinsa þau og að munnvatn þeirra dragi jafnvel úr hættunni á smiti.

Umönnunin er svo árangursrík að aðeins 10 prósent særðu mauranna drepast af völdum sára sinna. 80 prósent þeirra sem ekki fá umönnun drepast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×