Erlent

Órangútanar drepast í hrönnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skógarhögg hefur bitnað á órangútönum.
Skógarhögg hefur bitnað á órangútönum.
Rúmlega 100 þúsund órangútanar hafa verið drepnir á Borneó síðan árið 1999. Þetta er meðal niðurstaðna hóps vísindamanna sem rannsakað hafa lífríki eyjunnar undanfarin 16 ár.

Vísindamennirnir segjast hafa hrokkið í kút þegar niðurstöðurnar lágu fyrir en órangútanar eru í mikilli útrýmingarhættu. Skýrslu vísindamannanna má nálgast hér.

Fækkun órangútana á Borneó má að miklu leyti rekja til skógarhöggs á eyjunni en á landsvæðum sem áður voru skógi vaxinn er búið að reisa verksmiðjur og grafa eftir auðlindum.

Niðurstöður vísindamannanna benda þó einnig til þess að órangútanar séu að „hverfa“ úr skógunum sem þó eru eftir á Borneó.

Það telja þeir til marks um að þeim sé markvisst slátrað af innfæddum sem segja órangútana herja á uppskeru þeirra. Vísindamennirnir undirstrika að þó að aparnir leiti í mannabyggðir séu þeir ekki hættulegir.

Óttast er að 35 þúsund órangútanar til viðbótar gætu dáið á Borneó fram til ársins 2050.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×