Enski boltinn

Pogba á leið til Real eða ætlar hann sættast við Mourinho?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba.
Paul Pogba. vísir/getty
Paul Pogba gæti orðið leikmaður Real Madrid næsta sumar samkvæmt frétt enska götublaðsins The Sun.

Real er sagt ætla að bjóða Manchester United 120 milljónir punda fyrir franska miðjumanninn sem hefur átt erfitt uppdráttar á Old Trafford síðustu vikur.

Spænska stórliðið er sagt ætla að endurbyggja leikmannahópinn þar sem ekkert gengur hjá því í deildinni þetta tímabilið og þar er forgangsatriðið að landa Pogba.

Blaðamenn The Sun voru fljótir að koma með þessa frétt í ljósi fréttaskýringar franska íþróttablaðsins L'Equipe sem greindi frá því í gær að Pogba gæti séð eftir því að fara til United öðru sinni.

The Telegraph greinir aftur á móti frá því í morgun að Pogba sé staðráðinn í að komast í gegnum þessi vandamál og leysa „deiluna“ við José Mourinho.

Pogba hefur ekki klárað 90 mínútur í þremur leikjum í röð og var ansi fúll þegar að hann var tekinn af velli í 1-0 tapi United gegn Newcastle um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×