Sport

Hálsbrotnaði eftir fall á ÓL en kláraði samt ferðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gekk mikið á í snjóbrettaatinu.
Það gekk mikið á í snjóbrettaatinu. Vísir/EPA
Austurríkismaðurinn Markus Schairer er á heimleið frá Ólympíuleikunum í Pyeongchang en getur talist við lukkunnar pamfíll þrátt fyrir að hann hafi ekki komist upp úr átta manna úrslitum snjóbrettaatsins.

Ástæðan fyrir því að Markus Schairer er heppinn að hafa hreinlega ekki lamast í brekkunni því hann kom hálsbrotinn í mark.





Markus Schairer datt mjög illa á bakið í brettaatinu. Hann lá á jörðinni í smá tíma en stóð síðan á fætur og kláraði ferðina niður.

Austurríska ólympíunsambandið sagði frá því að Markus Schairer hafi farið á spítala og þar hafi komið í ljós hann fimmti hryggjaliður hefði brotnað.

Sem betur fer kom einnig í ljós að mænan hafði ekki skaddast og að Schairer ætti að geta náð fullum styrk.





Hann er hinsvegar orðinn þrítugur og kannski er þetta góð vísbending um að segja þetta gott.

Markus Schairer fer heim strax og fær læknishjálp á leiðinni til Austurríkis en heima fyrir mun hann gangast undir meðferð til að gulltryggja réttan bata.





Frakkinn Pierre Vaultier vann gull í brettaatinu, Jarryd Hughes frá Ástralíu fékk silfur og bronsið fór til Regino Hernández frá Spáni. Markus Schairer telst hafa endað í sautjánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×